Thursday, September 25, 2008

Ferðalangar

Feneyjar

Í ágúst fór ég til útlanda með Báru. Við fórum til Prag, þar fórum við á 6000 manna mót, sáum tónleika, ég spilaði á trommur, fór í fótbolta, fórum á veitingastaðinn Reykjavík, fórum í tívolí, fórum á yndislegann Brasilískann veitingastað, sáum dansandi hús, sáum merkilega klukku, villtumst í sporvagni, fórum í kastala og margar kirkjur, fórum á smámunasafn og pyntingarsafn, fórum í gyðingahverfið og sáum gyðingakirkjugarðinn, fórum á brúnna, fórum á hjólabát og löbbuðum út um allt.

Síðan fórum við til Bratislava. Í lestinni á leiðinni þangað þurftum við að sitja á gólfinu fyrir framan klósett hálfa leiðina, hittum snargeðveikann Slóvaka í lestinni sem hló eins og geðsjúklingur, lestarstöðin var ljót, hverfið sem við gistum í var ljótt, herbergið okkar var gott, kynntumst Bretum, Ítölum o.fl sem voru herbergisfélagar okkar, skoðuðum höll og kirkjur, sáum flugsýningu, fórum á klósettið í turni og sáum yfir alla borgina, sáum bláa kirkju, sáum mjótt hús, smökkuðum Zlatý Basant.

Fórum í ferju til Vínar, gistum á Hosteli sem lánaði hljóðfæri, skoðuðum byggingar og hallir, fórum á þjóðminjasafn, sáum Venus of Willendorf, sáum Segway, fengum okkur vínarsnitzel, fórum í tívolíð í Prater, sáum Kugelmugel, kynntumst könum, tveimur stelpum frá nautahlaupsbænum á Spáni og leiðinlegu þýsku pari sem hélt ekki kjafti.

Næst fórum við til Hallstatt sem er gríðarlega fallegur smábær í Austurríki. þar átum við kebab, skoðuðum saltnámu, fórum í beinakirkjuna, fengum okkur kebab, fórum á bát, borðuðum kebab.

Fórum síðan til Salzburg þar sem við fórum í hjólatúr, hittum íslendinga, skoðuðum kastala, kynntumst ástrala, sáum hundraðkall á hostelinu okkar, töluðum við japana sem var búinn að ferðast í tvö ár, horfðum á ólympíuleikana, kynntumst enskum strákum sem voru á tónlistarhátíð í Ungverjalandi, fórum á netkaffihús með ógeðslegu andrúmslofti.

Ákváðum að skella okkur til Feneyja upp úr þurru. Þar fórum við í vatnastrætó, fórum á Markúsartorgið, skoðuðum söfn, kirkjur, hallir og drasl, fengum okkur pizzu, keypti Razy Bani sólgleraugu, fórum ekki á gondóla, borðuðum spagettí með skelfisk, reyndum að villast, rötuðum, fórum á staði þar sem túristarnir hættu sér ekki, tippsuðum eitt cent á veitingastað út af leiðinlegum þjóni, sátum á tröppunum hjá lestarstöðinni og fengum okkur pizzu, sáum ekki Brad Pitt og George Clonney sem voru þarna viku seinna.

Tókum næturlest til Munchen. Kynntumst stelpu í lestinni sem var frá Berlin, vorum alltaf að hitta þessa stelpu í Munchen, fórum á tæknisafn, Hofbrauhaus, fórum í English Garden, fórum á BMW-safnið, sáum ÓL. 1972-leikvanginn, fengum okkur indverskan kebab o.fl.

...svona í stuttu máli.


p.s. ég er búinn að setja einhverjar fleiri myndir úr ferðinni inná flickr.com/asgeirpeturs og fleiri eru væntanlegar.

Wednesday, September 24, 2008

Merkilegt

Í gærkvöldi var ég í fótbolta til kl. 23:30 með gaurum í Valsheimilinu.
Í morgun fór ég í fótbolta kl. 8:00 með prestum í KR-heimilinu.

Er þetta eðlileg þróun?




Er uppáhalds orðið þitt Ásgeir?

Þessa fyrirspurn fékk ég frá ónafngreindri stúlku um daginn. ég kom að fjöllum og sagði náttúrulega bara: "uuuu...nei ég held nú ekki". Kenningin er sú að uppáhalds orðið okkar sé nafnið sem við berum og þegar einhver ávarpar okkur með nafni, spennumst við upp og gleðin verður talsverð.
Ég veit ekki hvort það sé eitthvað til í þessu en uppáhalds orðið mitt er allaveganna: freðmýri

Wednesday, September 10, 2008

Jæja, enginn heimsendir að þessu sinni. Ætli það þurfi ekki eitthvað aðeins meira en einhverja vísindamenn að leika sér. Oft hefur heimsendi verið spáð en aldrei neitt gerst. Heimsendi er spáð "aftur" árið 2012... sjáum hvað gerist þá.

Heimsendir

Jæja þetta hefur verið ágætt, ég kveð að sinni... þangað til annað kemur í ljós

Sunday, September 7, 2008


Í háskóla


Í háskóla er gaman
þar leika allir saman
glósa bæði og strita
allir út í svita.

Höfundur er háskólanemi.