Thursday, December 11, 2008

Þetta er náttúrúlega ekki við hæfi, líklega eitt ósmekklegasta jólalag sem fyrirfinnst.

Wednesday, December 10, 2008

80's

Þá er það stuðsmellurinn "Christmas is the time to say i love you" með Billy Squier. Yndislega ógeðslegt 80's lag.

Tuesday, December 9, 2008

12 japanskar stúlkur

Jólalag dagsins er flutt af 12 japönskum stúlkum. Þetta er eiginlega syrpa af jólalögum og skemmtanagildið er nokkuð, þó er furðuleikin meiri.

Monday, December 8, 2008

jólalag dagsins

Jólalag dagsins er hinn hugljúfi smellur "Christmastime" með gleðisveitinni Smashing Pumpkins...þetta myndband er samt eitthvað furðulegt.

Sunday, December 7, 2008

Jólalög

Jólin eru að koma eins og margir hafa kannski tekið eftir. Mér hefur oft fundist þau jólalög sem spiluð eru í útvarpi frekar leiðinleg. Hver nennir að hlusta á "jólahjól" og "ég sá mömmu kyssa jólasvein" í milljónansta skiptið? Ekki ég! En einstaka sinnum heyrir maður skemmtilegt jólalag og hér er eitt af þeim og er það með Sprengjuhöllinni, þar sem allir hljómsveitarmeðlimir syngja sinn hluta og ekki skemmir fyrir þessi óvænti atburður í lokinn.

Sunday, November 9, 2008

ja.is og 118


Þessar nýju auglýsingar fyrir ja.is og 118 eru bestu auglýsingar sem ég hef séð í langan tíma. Sá sem fékk þessa hugmynd er hetjan mín! Frábært! Bravó!

Friday, October 24, 2008

Þessi frétt er tekin af visir.is nú í dag, það sem er merkilegt við hana er myndin. Þarna hægra megin er greinilega hauslaus kona og er þetta náttúrlega ótrúlegt. - Klikkið á myndina til að sjá hana stærri.

Monday, October 13, 2008

Hemmi Gunn


Ég bara verð...


Ef þetta kemur manni ekki í gott skap í öllu þessu rugli, þá veit ég ekki hvað.

Tuesday, October 7, 2008

Ráð

Hættum bara að horfa á fréttir og seljum draslið okkar á ebay, fáum greitt í evrum eða dollurum og málið er leyst. 

Takk fyrir.

Thursday, October 2, 2008

Heimsmælikvarði


Ég mæli með því að allir skoði þetta. Grín á heimsmælikvarða:


http://monitor.is/tengill/32

Thursday, September 25, 2008

Ferðalangar

Feneyjar

Í ágúst fór ég til útlanda með Báru. Við fórum til Prag, þar fórum við á 6000 manna mót, sáum tónleika, ég spilaði á trommur, fór í fótbolta, fórum á veitingastaðinn Reykjavík, fórum í tívolí, fórum á yndislegann Brasilískann veitingastað, sáum dansandi hús, sáum merkilega klukku, villtumst í sporvagni, fórum í kastala og margar kirkjur, fórum á smámunasafn og pyntingarsafn, fórum í gyðingahverfið og sáum gyðingakirkjugarðinn, fórum á brúnna, fórum á hjólabát og löbbuðum út um allt.

Síðan fórum við til Bratislava. Í lestinni á leiðinni þangað þurftum við að sitja á gólfinu fyrir framan klósett hálfa leiðina, hittum snargeðveikann Slóvaka í lestinni sem hló eins og geðsjúklingur, lestarstöðin var ljót, hverfið sem við gistum í var ljótt, herbergið okkar var gott, kynntumst Bretum, Ítölum o.fl sem voru herbergisfélagar okkar, skoðuðum höll og kirkjur, sáum flugsýningu, fórum á klósettið í turni og sáum yfir alla borgina, sáum bláa kirkju, sáum mjótt hús, smökkuðum Zlatý Basant.

Fórum í ferju til Vínar, gistum á Hosteli sem lánaði hljóðfæri, skoðuðum byggingar og hallir, fórum á þjóðminjasafn, sáum Venus of Willendorf, sáum Segway, fengum okkur vínarsnitzel, fórum í tívolíð í Prater, sáum Kugelmugel, kynntumst könum, tveimur stelpum frá nautahlaupsbænum á Spáni og leiðinlegu þýsku pari sem hélt ekki kjafti.

Næst fórum við til Hallstatt sem er gríðarlega fallegur smábær í Austurríki. þar átum við kebab, skoðuðum saltnámu, fórum í beinakirkjuna, fengum okkur kebab, fórum á bát, borðuðum kebab.

Fórum síðan til Salzburg þar sem við fórum í hjólatúr, hittum íslendinga, skoðuðum kastala, kynntumst ástrala, sáum hundraðkall á hostelinu okkar, töluðum við japana sem var búinn að ferðast í tvö ár, horfðum á ólympíuleikana, kynntumst enskum strákum sem voru á tónlistarhátíð í Ungverjalandi, fórum á netkaffihús með ógeðslegu andrúmslofti.

Ákváðum að skella okkur til Feneyja upp úr þurru. Þar fórum við í vatnastrætó, fórum á Markúsartorgið, skoðuðum söfn, kirkjur, hallir og drasl, fengum okkur pizzu, keypti Razy Bani sólgleraugu, fórum ekki á gondóla, borðuðum spagettí með skelfisk, reyndum að villast, rötuðum, fórum á staði þar sem túristarnir hættu sér ekki, tippsuðum eitt cent á veitingastað út af leiðinlegum þjóni, sátum á tröppunum hjá lestarstöðinni og fengum okkur pizzu, sáum ekki Brad Pitt og George Clonney sem voru þarna viku seinna.

Tókum næturlest til Munchen. Kynntumst stelpu í lestinni sem var frá Berlin, vorum alltaf að hitta þessa stelpu í Munchen, fórum á tæknisafn, Hofbrauhaus, fórum í English Garden, fórum á BMW-safnið, sáum ÓL. 1972-leikvanginn, fengum okkur indverskan kebab o.fl.

...svona í stuttu máli.


p.s. ég er búinn að setja einhverjar fleiri myndir úr ferðinni inná flickr.com/asgeirpeturs og fleiri eru væntanlegar.

Wednesday, September 24, 2008

Merkilegt

Í gærkvöldi var ég í fótbolta til kl. 23:30 með gaurum í Valsheimilinu.
Í morgun fór ég í fótbolta kl. 8:00 með prestum í KR-heimilinu.

Er þetta eðlileg þróun?




Er uppáhalds orðið þitt Ásgeir?

Þessa fyrirspurn fékk ég frá ónafngreindri stúlku um daginn. ég kom að fjöllum og sagði náttúrulega bara: "uuuu...nei ég held nú ekki". Kenningin er sú að uppáhalds orðið okkar sé nafnið sem við berum og þegar einhver ávarpar okkur með nafni, spennumst við upp og gleðin verður talsverð.
Ég veit ekki hvort það sé eitthvað til í þessu en uppáhalds orðið mitt er allaveganna: freðmýri

Wednesday, September 10, 2008

Jæja, enginn heimsendir að þessu sinni. Ætli það þurfi ekki eitthvað aðeins meira en einhverja vísindamenn að leika sér. Oft hefur heimsendi verið spáð en aldrei neitt gerst. Heimsendi er spáð "aftur" árið 2012... sjáum hvað gerist þá.

Heimsendir

Jæja þetta hefur verið ágætt, ég kveð að sinni... þangað til annað kemur í ljós

Sunday, September 7, 2008


Í háskóla


Í háskóla er gaman
þar leika allir saman
glósa bæði og strita
allir út í svita.

Höfundur er háskólanemi.

Sunday, August 31, 2008

#1

Og númer eitt yfir skemmtilegustu myndbönd á jútjúb að mínu mati er að sjálfsögðu Teknó víkingurinn. Teknó víkinginn þarf vart að kynna fyrir neinum en hann gerði garðinn frægann á internetinu fyrir nokkru síðan. Hann er af mörgum talinn einn svalasti maður á jarðríki (ef hann er þá maður). Danssporin hans eru ógleymanleg og varla neinu lík. ATH! víkingurinn sjálfur kemur ekki við sögu í myndbandinu fyrr en eftir 40 sek.

Wednesday, August 27, 2008

Í dag er vandræðalegt að vera íslendingur.

Saturday, August 9, 2008

Austur-evrasia

jaja tha er madur kominn til svortustu evropu. Er i Bratislava, hofudborg Slovakiu og adal sogusvids romantisku gamanmyndarinnar Hostel. Fyrir ta se sed hafa myndina ta hittum vid gamla karlinn ur byrjun myndarinnar i lestinni rett adur en vid komum inn i borgina...thad var notalegt.

Naesti afangastadur er Vin, a thridjudaginn.

Tuesday, July 29, 2008

Sunday, July 27, 2008

#4

Rakst á þetta fyrir slysni og fær þetta myndband því að príða sæti númer 4.


Tuesday, July 22, 2008

#5

Þetta er yndislegt. Bíll dreginn með slæmum afleiðingum.

#6

Þessi er svalur.


Saturday, July 19, 2008

#7

Ég verð að játa það að ég var smá stund að ákveða sæti númer 7, en fyrir valinu varð klippa úr Búlgarska ædolinu. Ken Lee!

Wednesday, July 16, 2008

#8

Næsta myndband er ekki af verri endanum. Þetta myndband inniheldur Ninjur og hjólaskauta, getur ekki klikkað. Mér hefur reyndar alltaf fundist Ninjur mjög töff og var ég meira að segja Ninja einusinni á Öskudaginn. Þetta myndband er mér því mjög kært.

Monday, July 14, 2008

#9

Jæja þá er komið að Jútjúb myndbandinu í níunda sæti. Þetta myndband er nú orðið klassískt enda gríðarlega sniðugt.

Sunday, July 13, 2008

Topp 10 JúTjúb #10

Ég ætla að gera topp 10 lista yfir myndbönd af Jútjúb, þetta verða allt myndbönd sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér.

Í tíunda sæti er glænýtt myndband sem ég sá fyrst í dag og heillaðist strax af því. Þetta er svokallað "stop motion" myndband. þ.e. ljósmyndir eru teknar og settar saman í myndband. Ég hef séð mörg slík myndbönd en þetta er óvenju skemmtilegt og frumlegt.

Thursday, July 3, 2008

Fílapenslar

Fílapenslar er þekkt fyrirbæri, en það eru kannski ekki allir með það á hreinu hvað það nákvæmlega er. Hér er mynd til glöggvunar og má þar sjá einn slíkann:




Saturday, June 21, 2008

100 bestu lög lýðveldisins?

...voru að koma út á hrúgu af diskum. Ég var aðeins að skoða hvaða lög eru þarna. Eins og við var að búast á Bubbi annað hvert lag. Fast á hæla hans eru Björgvin Halldórsson, Sálin hans Jóns míns o.fl. í þeim dúr.

En inn á milli leynast nokkrir gullmolar, t.d. á Mugison eitt lag, Megas nokkur, Mínus eitt (M-in þrjú), Þeyr með lagið Rúdólf og einhver lög með Sykurmolunum...sem er ágætt.

En eru þetta virkilega 100 bestu íslensku lögin? Svarið er einfalt: nei, þetta eru ekki 100 bestu lög lýðveldisins! Það mætti skipta út stórum parti af þessum lögum fyrir eitthvað annað og mun betra.

Þá spyr kannski einhver: hvaða tónlistarmenn vantar á þennan lista? Jú, því er auðsvarað. Ég skal telja upp nokkra listamenn sem eiga lög sem eiga klárleg heima á topp 100. Ég hefði viljað sjá Ensími, Botnleðju, Sprengjuhöllina svo eitthvað sé nefnt. já, og hvar eru Sigur Rós og Björk?

Ganga

Sumarið er tími útiveru og gönguferða. Nokkrum fjöllum og gönguleiðum hefur verið stútað nú þegar. Þar má nefna Helgafell og nágrenni, Esjan (tvisvar), Reykjadalur, Botnsheiði (Hvalfjarðabotn - Svínadalur) og Þyrill í Hvalfirði.

Það væri gaman að fara einhverja lengri leið á næstunni, Laugavegurinn eða Fimmvörðuháls koma sterkir inn.

Wednesday, June 18, 2008

Liqudo - Narcotic

Að gefnu tilefni ætla ég henda þessari 90's snilld hér inn. Hver man ekki eftir þessu?


Sunday, June 8, 2008

Jordy


Hver man ekki eftir þessari snilld?

Saturday, May 31, 2008

Símaskráin 08


Símaskráin í ár er óvenju góð, ég er nú þegar kominn á blaðsíðu 803 og bíð spenntur eftir áframhaldandi lesningu. Besta símaskráin í mörg ár, ef ekki sú besta frá upphafi. Frábært framtak! Bravó!





Tuesday, May 27, 2008

Gobbledigook




Sigur rós er að fara að gefa út plötu eftir mánuð. Fyrsta lagið af plötunni er komið á netið og verð ég að segja að það er alveg frábært, Sigur rós hefur aldrei hljómað svona áður og eru þeir að gera nýja og góða hluti um þessar mundir. Hlakka til að heyra alla plötuna sem heitir: ,,með suð í eyrum við spilum endalaust".

Hér er má finna lagið: Gobbledigook ásamt myndbandi.

Saturday, May 24, 2008

Júró

Þetta er það eina sem ég hef um málið að segja og sannar það að ein mynd getur sagt meira en þúsund orð.





Tuesday, May 20, 2008

Þyrill


Í gær gekk ég á fjallið Þyril í Hvalfirði. Ég fór leið sem fáir hafa farið áður og var það mjög gaman. Af Þyrli er útsýni yfir allan Hvalfjörðinn. Var rúmlega þrjá tíma upp og niður.

 

Á toppi Þyrils er lítil tjörn.

Gullkorn



Thorkellgunnar.com fer með rangt mál. Svona var þetta.

Fyrir utan Bæjarins um helgina:

Ég: mmmm, ókeypis pulsulykt!
Afgreiðslumaður á Bæjarins: Já, þú heldur það!



Tuesday, May 13, 2008

Ævintýraferð

Í gær ákvað ég að fara í gönguferð, þar sem ég var í fríi. Ég hafði heyrt eitthvað um dal sem heitir Reykjadalur og er rétt fyrir innan Hveragerði. Fann einhverjar upplýsingar um þennan stað og leist bara ágætlega á. 



Göngufélaginn að gera sig til fyrir átökin (ath. myndin hallar ekki, hún er tekin í brekku)

Lagði af stað ásamt einum göngufélaga. Þegar við höfðum keyrt að Hveragerði og í gegnum bæinn hófst ævintýrið. Í byrjun gengum við í gegn um hverasvæði og svo upp fjöll og niður dali. Fljótlega byrjaði að myndast þoka sem þéttist og þéttist eftir því sem leið á gönguna.


Stígurinn



Eftir u.þ.b. 2,5 km göngu komum við að á. Það var eins og maður væri kominn í miðja Lord of the rings mynd eða Narníu eða eitthvað. Áin liðaðist í gegn um þokuna meðfram grænu bökkunum. 
áin




leir-skórinn



Fossinn



Þegar við komum aftur niður af hæðinni er tilvalið að skella sér í heitan pott eftir alla þessa göngu, og ferðamennirnir eru líka farnir. Potturinn var fullkominn. Núna veit ég hvernig himnaríki er!


Himnaríki


Set kannski fleiri myndir inn á flickr

p.s. veit ekki alveg afhverju textinn kemur svona skrítinn sumsstaðar.



Saturday, May 10, 2008

Í meðferð á næturvakt

Hér sit ég á næturvakt í vinnunni minni. Næturvaktin byrjar kl 23:00 og er til 10 um helgar. Þegar maður er einn nánast alla nóttina þá verður maður að finna sér eitthvað til dundurs. Þá er gott að blogga um það sem er að gerast. Núna er klukkan 4:15 og allt er með kyrrum kjörum. Gott er að nota tímann á þessum næturvöktum til gagns og gamans. Núna rétt í þessu var ég einmitt inni í íþróttasalnum sem er hér og tók nokkur vel valin högg á boxpúðann ásamt öðru sprikli. Þess má til gamans geta að auk boxpúðans inniheldur íþróttasalurinn borðtennisborð, fótboltaspil, körfuboltaspjald, fjóra boxhanska, ýmsa bolta og að einhverjum ástæðum skrifborð.
Dæmi um annað sem ég hef verið að gera í nótt, þá fékk ég mér sólahrings gamla pizzu að éta, skrifaði skýrslu, hékk á jútjúb, kláraði að horfa á myndina: Run fat boy, run! las Morgunblaðið, hékk á hinum ýmsu síðum veraldarvefsins, setti í þvottavél, gekk um húsið og ýmislegt fleira.




Í stuði.

Friday, April 25, 2008

Gas

Gas-man verður líklega einn af hápunktum ársins þegar litið verður til baka. Gas! Gas! Þetta er strax orðið klassískt.

Saturday, April 12, 2008

Konfekt


Ég mæli með að allir fari á jútjúb og slái þar inn: konfekt. Konfekt var menningarþáttur sem sýndur var á skjá einum fyrir mörgum árum. Einn besti íslenski þáttur sem gerður hefur verið.



Tuesday, April 8, 2008

Týnt hjól

http://www.visir.is/article/20080408/FRETTIR01/80408107

Frétt um strák sem tapaði 120 þúsunda króna hjólinu sínu. Kannski ekki merkileg frétt fyrir utan þessa setningu: „Lilja ætlaði að fara á lögreglustöðina í Mosfellsbæ í morgun til að kæra þjófnaðinn en fann ekki stöðina. „Hún er vel falin þannig að ég verð bara að fara á morgun," segir Lilja."

Tuesday, April 1, 2008

Aprílgabb


Í kvöld verð ég í Öskjuhlíðinni að gefa pítsur. 15 fyrstu sem mæta fá fría umfelgun, rúllukragapeysu og æ-pod. Verð í kanínubúning, svo það ætti ekki að verða erfitt að finna mig.

Sunday, March 30, 2008

Hljóðfærasýning

Ég mæli með hljóðfærasýningunni sem er í Gerðubergi um þessar mundir. Þarna má finna nokkra góða  gullmola. Hægt er að prófa nokkur heimatilbúin hljóðfæri, kannski má það ekki en samt er það mjög gaman. Hellingur af synthum, skemmturum og allskonar drasli. þarna má líka sjá svona fallegann midi-gítar frá Casio:


Monday, March 17, 2008

Mús

Frá og með deginum í dag hef ég ákveðið að lifa sem mús. Stela ostum og ýmsum smáleitum mat. Leika mér svo að stríða hinum og þessum köttum.



Þetta er búið

Við getum pakkað saman og farið eitthvað annað, krónan féll um 7% í dag og bensínið hækkaði um 1000%. Kreppan er byrjuð!

Sumir voru sniðugir að ,,hamstra" mat þegar það var hægt.

Saturday, February 23, 2008

Geir Ólafs, keila, bíó og Beggi blindi.

...Er bara brot af því sem hefur einkennt síðustu daga.

Fór í keilu og bíó í vinnunni, keilan var leiðinleg og myndin var frekar slök (Jumper). Í bíóinu var Geir Ólafs í góðum gír með óhnepptar efstu 5 tölurnar á skyrtunni sinni þannig að bringuhárin blöstu við alþjóð, nokkuð huggulegt það. En fyrir algjöra tilviljun þá lentum við inni á salerni saman og stóðum þar hlið við hlið þar sem vorum að nota þar til gerðar pissuskálar. Ég fer síðan að þvo mér um hendurnar og hann kemur svo og stendur fyrir aftan mig, held að hann sé að bíða eftir vaskinum eða eitthvað. Svo kíki ég á hann í speglinum og sé að hann er bara að dást að sjálfum sér og athuga hvort allt sé ekki í lagi, skyrtan rétt girt, hárið í fullkomnu jafnvægi o.s.frv. Hann stóð örugglega fyrir framan spegilinn í mínútu áður en ég gekk út af salerninu búinn að þvo mér um hendur. þurrka þær og allt.

Styrmir bað mig um skrítinn greiða. Hann bað mig um að skutla Begga blinda upp í Vatnaskóg á eitthvað unglingmót. (Beggi blindi er blindur uppistandari).
Ég sló til, þar sem ég hef mjög gaman að því að gera súrealíska hluti. En í stuttu máli þá skutlaði ég honum, hann var með dónalegt uppistand fyrir börn á unglingamóti, fórum aftur í bæinn, Beggi blindi bauð mér upp á pulsu með öllu og kók, ég skutla honum svo til Grindavíkur og er leystur út með gjöfum.
Fer svo heim þar sem M og P eru að missa sig yfir júrótrassinu og ég neyðist til að sjá úrslitin þar sem ég er að gæða mér á veitingum fyrir framan sjónvarpið, amarlegt það.

Wednesday, February 20, 2008

Tuesday, February 19, 2008

Minnsti kraftlyftingamaður í heimi

Þetta er líklega það fyndnasta sem er til.


Góðar myndir.

Nýjasta mynd Cohen bræðra heitir "No country for old men" og er framúrskarandi.





Og myndin "before the devil knows you're dead" með Philip Seymour Hoffman er mjög góð.

Sunday, February 3, 2008

Elle s'appelle - Little Flame


Varð bara að henda þessu vídjói inn líka, það er svo svalt. Hljómsveitin heitir: Hún heitir með lagið Logi litli (eldur, ekki handboltagaurinn)

Þess má geta að hann Alfreð bróðir minn sagði mér frá þessum tveimur vídjóum og kann ég honum bestu þakkir fyrir það.




The Mae Shi


Er tilraunakennt pönkband frá LA. og ætla hér að flytja fyrir okkur lagið: Run to your grave. Njótið vel. 

Frábært lag og magnað vídjó!





Tré 


Monday, January 28, 2008

Thursday, January 24, 2008

Mótmæli


Ég er ánægður með þessi mótmæli í ráðhúsinu í dag, loksins láta íslendingar í sér heyra! Vonandi er þetta upphafið á nýjum tímum þar sem við látum ekki vaða yfir okkur endalaust. Ég vill sjá uppþot á götum Reykjavíkur, kveikt í bílum og og allt brjálað! 


Monday, January 21, 2008

(danska) Hljómsveit dagsins: Veto

Hljómsveit dagsins er frá Århus í Danmörku og heitir Veto. Skemmtilegir og hressandi guttar hér á ferð. Unnu víst einhver Grammy verðlaun í Danmörku... annars veit ég ekki mikið meira um hana. bæ.



Friday, January 18, 2008

Ég minni á myndasíðuna mína, þar geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi.



Wednesday, January 16, 2008

Macbook air

...er mjó.


Bjó í Ikea

Það er góð hugmynd að flytja inn í Íkea en þessi gæi klúðraði því með að vera svona ófyndinn.

ókei, ég var í Danmörku um daginn og hitti þar nokkra skemmtilega gaura og átti skemmtilegt spjall um tónlist, komst reyndar að því að nokkrir þeirra höfðu nokkurnveginn sama tónlistarsmekk og ég. Svo endaði þetta auðvitað með því að kynna þessa Dani fyrir því helsta sem var að gerast á Íslandi um þessar mundir og þeir sögðu mér frá fullt af drasli frá Danmörku.
Ég fór loksins að tékkja á einhverju af þessu stöffi sem þeir sögðu mér frá. 

Efterklang er góð hljómsveit frá kaupmannahöfn. Hún minnir mig smá á Sigur rós og jafnvel Hjaltalín og Benna Hemm Hemm.