Saturday, February 23, 2008

Geir Ólafs, keila, bíó og Beggi blindi.

...Er bara brot af því sem hefur einkennt síðustu daga.

Fór í keilu og bíó í vinnunni, keilan var leiðinleg og myndin var frekar slök (Jumper). Í bíóinu var Geir Ólafs í góðum gír með óhnepptar efstu 5 tölurnar á skyrtunni sinni þannig að bringuhárin blöstu við alþjóð, nokkuð huggulegt það. En fyrir algjöra tilviljun þá lentum við inni á salerni saman og stóðum þar hlið við hlið þar sem vorum að nota þar til gerðar pissuskálar. Ég fer síðan að þvo mér um hendurnar og hann kemur svo og stendur fyrir aftan mig, held að hann sé að bíða eftir vaskinum eða eitthvað. Svo kíki ég á hann í speglinum og sé að hann er bara að dást að sjálfum sér og athuga hvort allt sé ekki í lagi, skyrtan rétt girt, hárið í fullkomnu jafnvægi o.s.frv. Hann stóð örugglega fyrir framan spegilinn í mínútu áður en ég gekk út af salerninu búinn að þvo mér um hendur. þurrka þær og allt.

Styrmir bað mig um skrítinn greiða. Hann bað mig um að skutla Begga blinda upp í Vatnaskóg á eitthvað unglingmót. (Beggi blindi er blindur uppistandari).
Ég sló til, þar sem ég hef mjög gaman að því að gera súrealíska hluti. En í stuttu máli þá skutlaði ég honum, hann var með dónalegt uppistand fyrir börn á unglingamóti, fórum aftur í bæinn, Beggi blindi bauð mér upp á pulsu með öllu og kók, ég skutla honum svo til Grindavíkur og er leystur út með gjöfum.
Fer svo heim þar sem M og P eru að missa sig yfir júrótrassinu og ég neyðist til að sjá úrslitin þar sem ég er að gæða mér á veitingum fyrir framan sjónvarpið, amarlegt það.

Wednesday, February 20, 2008

Tuesday, February 19, 2008

Minnsti kraftlyftingamaður í heimi

Þetta er líklega það fyndnasta sem er til.


Góðar myndir.

Nýjasta mynd Cohen bræðra heitir "No country for old men" og er framúrskarandi.





Og myndin "before the devil knows you're dead" með Philip Seymour Hoffman er mjög góð.

Sunday, February 3, 2008

Elle s'appelle - Little Flame


Varð bara að henda þessu vídjói inn líka, það er svo svalt. Hljómsveitin heitir: Hún heitir með lagið Logi litli (eldur, ekki handboltagaurinn)

Þess má geta að hann Alfreð bróðir minn sagði mér frá þessum tveimur vídjóum og kann ég honum bestu þakkir fyrir það.




The Mae Shi


Er tilraunakennt pönkband frá LA. og ætla hér að flytja fyrir okkur lagið: Run to your grave. Njótið vel. 

Frábært lag og magnað vídjó!





Tré