Saturday, May 31, 2008

Símaskráin 08


Símaskráin í ár er óvenju góð, ég er nú þegar kominn á blaðsíðu 803 og bíð spenntur eftir áframhaldandi lesningu. Besta símaskráin í mörg ár, ef ekki sú besta frá upphafi. Frábært framtak! Bravó!





Tuesday, May 27, 2008

Gobbledigook




Sigur rós er að fara að gefa út plötu eftir mánuð. Fyrsta lagið af plötunni er komið á netið og verð ég að segja að það er alveg frábært, Sigur rós hefur aldrei hljómað svona áður og eru þeir að gera nýja og góða hluti um þessar mundir. Hlakka til að heyra alla plötuna sem heitir: ,,með suð í eyrum við spilum endalaust".

Hér er má finna lagið: Gobbledigook ásamt myndbandi.

Saturday, May 24, 2008

Júró

Þetta er það eina sem ég hef um málið að segja og sannar það að ein mynd getur sagt meira en þúsund orð.





Tuesday, May 20, 2008

Þyrill


Í gær gekk ég á fjallið Þyril í Hvalfirði. Ég fór leið sem fáir hafa farið áður og var það mjög gaman. Af Þyrli er útsýni yfir allan Hvalfjörðinn. Var rúmlega þrjá tíma upp og niður.

 

Á toppi Þyrils er lítil tjörn.

Gullkorn



Thorkellgunnar.com fer með rangt mál. Svona var þetta.

Fyrir utan Bæjarins um helgina:

Ég: mmmm, ókeypis pulsulykt!
Afgreiðslumaður á Bæjarins: Já, þú heldur það!



Tuesday, May 13, 2008

Ævintýraferð

Í gær ákvað ég að fara í gönguferð, þar sem ég var í fríi. Ég hafði heyrt eitthvað um dal sem heitir Reykjadalur og er rétt fyrir innan Hveragerði. Fann einhverjar upplýsingar um þennan stað og leist bara ágætlega á. 



Göngufélaginn að gera sig til fyrir átökin (ath. myndin hallar ekki, hún er tekin í brekku)

Lagði af stað ásamt einum göngufélaga. Þegar við höfðum keyrt að Hveragerði og í gegnum bæinn hófst ævintýrið. Í byrjun gengum við í gegn um hverasvæði og svo upp fjöll og niður dali. Fljótlega byrjaði að myndast þoka sem þéttist og þéttist eftir því sem leið á gönguna.


Stígurinn



Eftir u.þ.b. 2,5 km göngu komum við að á. Það var eins og maður væri kominn í miðja Lord of the rings mynd eða Narníu eða eitthvað. Áin liðaðist í gegn um þokuna meðfram grænu bökkunum. 
áin




leir-skórinn



Fossinn



Þegar við komum aftur niður af hæðinni er tilvalið að skella sér í heitan pott eftir alla þessa göngu, og ferðamennirnir eru líka farnir. Potturinn var fullkominn. Núna veit ég hvernig himnaríki er!


Himnaríki


Set kannski fleiri myndir inn á flickr

p.s. veit ekki alveg afhverju textinn kemur svona skrítinn sumsstaðar.



Saturday, May 10, 2008

Í meðferð á næturvakt

Hér sit ég á næturvakt í vinnunni minni. Næturvaktin byrjar kl 23:00 og er til 10 um helgar. Þegar maður er einn nánast alla nóttina þá verður maður að finna sér eitthvað til dundurs. Þá er gott að blogga um það sem er að gerast. Núna er klukkan 4:15 og allt er með kyrrum kjörum. Gott er að nota tímann á þessum næturvöktum til gagns og gamans. Núna rétt í þessu var ég einmitt inni í íþróttasalnum sem er hér og tók nokkur vel valin högg á boxpúðann ásamt öðru sprikli. Þess má til gamans geta að auk boxpúðans inniheldur íþróttasalurinn borðtennisborð, fótboltaspil, körfuboltaspjald, fjóra boxhanska, ýmsa bolta og að einhverjum ástæðum skrifborð.
Dæmi um annað sem ég hef verið að gera í nótt, þá fékk ég mér sólahrings gamla pizzu að éta, skrifaði skýrslu, hékk á jútjúb, kláraði að horfa á myndina: Run fat boy, run! las Morgunblaðið, hékk á hinum ýmsu síðum veraldarvefsins, setti í þvottavél, gekk um húsið og ýmislegt fleira.




Í stuði.