Saturday, June 21, 2008

100 bestu lög lýðveldisins?

...voru að koma út á hrúgu af diskum. Ég var aðeins að skoða hvaða lög eru þarna. Eins og við var að búast á Bubbi annað hvert lag. Fast á hæla hans eru Björgvin Halldórsson, Sálin hans Jóns míns o.fl. í þeim dúr.

En inn á milli leynast nokkrir gullmolar, t.d. á Mugison eitt lag, Megas nokkur, Mínus eitt (M-in þrjú), Þeyr með lagið Rúdólf og einhver lög með Sykurmolunum...sem er ágætt.

En eru þetta virkilega 100 bestu íslensku lögin? Svarið er einfalt: nei, þetta eru ekki 100 bestu lög lýðveldisins! Það mætti skipta út stórum parti af þessum lögum fyrir eitthvað annað og mun betra.

Þá spyr kannski einhver: hvaða tónlistarmenn vantar á þennan lista? Jú, því er auðsvarað. Ég skal telja upp nokkra listamenn sem eiga lög sem eiga klárleg heima á topp 100. Ég hefði viljað sjá Ensími, Botnleðju, Sprengjuhöllina svo eitthvað sé nefnt. já, og hvar eru Sigur Rós og Björk?

Ganga

Sumarið er tími útiveru og gönguferða. Nokkrum fjöllum og gönguleiðum hefur verið stútað nú þegar. Þar má nefna Helgafell og nágrenni, Esjan (tvisvar), Reykjadalur, Botnsheiði (Hvalfjarðabotn - Svínadalur) og Þyrill í Hvalfirði.

Það væri gaman að fara einhverja lengri leið á næstunni, Laugavegurinn eða Fimmvörðuháls koma sterkir inn.

Wednesday, June 18, 2008

Liqudo - Narcotic

Að gefnu tilefni ætla ég henda þessari 90's snilld hér inn. Hver man ekki eftir þessu?


Sunday, June 8, 2008

Jordy


Hver man ekki eftir þessari snilld?